þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Tönnin komin!



Jæja kæru vinir, ég er sko aldeilis orðin stór...ég varð 7 mánað í gær og í morgun fann afi minn fyrstu tönnsluna mína......pælið í því!!!


en annað að frétta af mér er að mamma ákvað að fara að vinna, til að við getum keypt okkur íbúð...en það losnaði skyndilega pláss hjá dagmömmunni minni og mamma og pabbi ákváðu þá að taka plássið og senda mömmu út að vinna....en mikið kvíður mömmu fyrir....hún stefnir á að byrja að vinna 1.apríl (ekki aprílgabb sko)......ohh hvað það verður erfitt ... en líklega bara erfitt fyrir hana múttu...


ég er orðinn hress af veikindunum....farinn að borða 2-3 á dag graut og mauk sem mamma býr til handa mér....finnst það bara svaka gott....og er smátt og smátt að hætta að vakna á nóttunni til að drekka.....labba um íbúðina í göngugrind og toga og pota í allt sem ég kemst nálægt.....ég er greinlega að verða svakalega stór og duglegur strákur.....


bið að heilsa í bili,

Tómas Huginn......upptekinn ungur drengur

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home