sunnudagur, júní 25, 2006

jæja þá...núna er s.s. komin 36 vikur og 1 dagur þ.e. nákvæmlega 3 vikur og 6 dagar í áætlaðan komudag sem er s.s. 22.júlí. Líðanin hefur verið bara fín að mestu fyrir utan að ég er orðin frekar slöpp í bakinu eins og kannski við var að búast. Kúlan mælist ákkúrat á meðallínunni og allt hefur verið í góðum gír hvað varðar hjartslátt hjá krúttinu, sykur í þvagi eða blóðþrýsting þannig við erum bara þokkalega kát með lífið....kláðinn sem plagaði mig með snæbjörn stóra bróa er rétt núna að láta vart við sig og er því að reyna að passa mig að borða ekki mikið af mjólkurvörum og svona...

Pabbi er að vinna í landi hjá Hafliða afa og mamma er SVO ánægð að hafa hann heima. Við erum á fullu að undirbúa komum bumbubúans, byrjuð að þvo e-r föt, en dótið okkar er allt í kössum þangað til við fáum íbúðina frá bn afhenta 15.júlí....en við erum búin að kaupa rúm og fá vöggu hjá möggu ömmu, svo keypti mamma nokkrar samfellur og bleyjur og taubleyjur og svona....fékk e-ð lánað hjá Heiðu frænku...þannig að mömmu líður svona pínu lítið betur að vita að bumbubúinn litli getur alveg komið í heiminn áður en við flytjum ef það vill...en auðvitað væri nú betra að geta verið búin að koma okkur fyrir á nýja staðnum fyrir það....sjáum til...

en ég ætla að setja inn myndir af bumbunni..svona þróunar myndir sofar....svo er snæsi brói að fara að lúlla þannig mamma þarf aðeins að sinna honum....bið að heilsa öllum í bili

kv. knúsa

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home