miðvikudagur, júní 28, 2006

kláði!!!

hæ hæ allir saman...

erum bara að dunda okkur heima í tölvunni...mamma er orðin frekar spennt að fá mig í heimsókn og frekar pirruð á því að bíða af því að hún er komin með svo mikinn kláða...hana bara klæjar út um allan líkamann...hálsinn, bumbuna, fæturnar, ristina bara hvar sem er....aumingja mamma...hún verður bara að vera duglegri að passa sig hvað hún er að borða....

ég hef það annars bara fínt...hreyfi mig ekki neitt rosalega mikið...en ég hef náttl. ekki verið með neina leikfimi þarna inni neitt allan tíman þannig mamma hefur ekki áhyggjur...hreinilega bara hlýt ég að vera svona rosalega rólegt og gott barn....en mamma er líka alveg ánægð ef ég er svona orkubolti eins og brói sko...henni er alveg sama svo lengi sem ég er hraust(ur)...

mömmu dreymdi í alla nótt að hún væri bara að fara að fæða og svo að hún væri að klæða mig í fallegu fötin sem hún er búin að þvo fyrir mig....ég passaði alveg í þau...en það fylgdi ekki sögunni hvort ég væri strákur eða stelpa...það bara kemur í ljós....mamma rokkar alltaf fram og tilbaka í þessu..sko af því ég er svona róleg(ur) þá heldur hún að ég hljóti að vera stelpa...en svo hefur hún samt svo sterka tilfinningu að ég sé strákur eins og stóri brói....bumban hennar er líka svo stór og svona....en jámm...við sjáum nú bara til...er það ekki? hvað haldið þið??

en það er svo svakalega fallegt veður úti að mamma ætlar að kíkja hvort hún geti ekki setið úti og prjónað smá..svona aðeins að fá brúnku áður en ég kem í heiminn....eða kannski ekki brúnku heldur bara freknur því mamma fær bara freknur þegar hún er ólétt....henni leiðist það sko ekki því henni finnst svo flott að vera með freknur...svona eins og pabbi fær á nebbann sinn :O) skildi ég fá freknur líka??

bið að heilsa í bili
knúsukrúttið

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home