sunnudagur, júní 25, 2006

velkomin

hæ hæ kæru vinir,

ég hef loksins látið verða að því að búa til bloggsíðu fyrir bumbubúann. ég hafði sett inn á aðra bloggsíðu nokka entris um meðgönguna og ég ætla bara að kópera þær hingað inn....versogod

long time no seen
Jæja þá ertu orðin 25v og 1d gamall/gömul. Við höfum það bara fínt þessa dagana í Sverige því mamma verður hérna ALEIN í 1 mánuð til að pakka öllu saman, ganga frá, þrífa og flytja aftur heim á klakann.

Við fórum í borgarferð til Köben í gær.....mikið var mamma orðin þreytt eftir að labba svona mikið.....úffpúff..ég var líka með svo mikinn bjúg á fótunum og höndunum....og ábyggilega á fleirri stöðum...mér finnst ég vera orðin SVO stór...hvernig verð ég á endanum...reyndar held ég að ég hafi fitnað líka svoldið en ekki bara stækkað bumban....en það fer allt saman þegar litli bumbubúinn fæðist....

en annars er líðanin okkar beggja bara fín, aðeins stirðleiki í grindinni og erfitt að labba mikið....

kv. Birna

April 09 12:16 PM

sónar
hæ hó,

jæja þá er ég búin að fara í sónar. Það gekk allt vel og litli bumbubúinn hefur það bara fínt í bumbunni. Hún seinkaði mér um 1 dag þannig núna er komin s.s. official áætlunarkomutími þinn og hann er 22.júlí 2006 . Mikið er ég farin að hlakka til en það er nú enn nógur tími til stefnu. Við verðum að finna okkur e-ð húsnæði til að vera í áður en kruttið kemur í heiminn, svo þarf ég að klára verkefnið mitt, Snæbjörn stóri bróðir þarf að komast í leikskóla og pabbi verður að vinna á sjónum til að safna peningum.

En ég er því miður ekki með myndavélina mína til að geta tekið myndir af sónarmyndunum til að setja þær hingað inn, þær koma bara síðar, á engan skanna heldur. en ég set inn eina bumbumynd frá því fyrir helgi. Annars er bumban búin að stækka mikið og mér finnst bara svei mér þá að hún hafi bara rokið út um helgina. Um leið og ég vissi að allt var í lagi :o)

í gær saumaði ég mér svo buxur, með mikilli hjálp frá ömmu þórey. Er ægilega fín bara ... þó ég segi sjálf frá. Vonandi ná þær bara að duga út meðgönguna, alla vega var reynt að gera ráð fyrir stækkandi bumbu :o)

kveðja birna



March 06 10:46 AM

mæðraskoðun
Jæja, þá fór ég í mæðraskoðun í morgun. Allt kom vel út, er í heilsugæslunni í efra breiðholti, ljósmóðirinn heitir Sólveig sem ég talaði við þar. Fékk að heyra hjartsláttinn 155 slög ég mínútu. Hún tók reyndar ekki þvagtest en annars er ég ekki með neinn bjúg og blóðþrýstingur í lagi þannig ég hef engar áhyggjur.
Svo er það sónarinn á eftir klukkan 1:30. Magga amma ætlar að koma með og Þórey amma en pabbi er því miður út á sjó þannig hann kemst ekki með....en hann fær nú að sjá þig á endanum þannig þetta gerir ekkert til.
set inn myndir í kvöld, sónar og bumbu :o)
kv. birna 20v0d
March 03 12:19 PM

hvar er bumban mín?
hæ hó,
18v5d,
allt gott að frétta héðan, heilsan fín, finn ekki fyrir NEINU! finn aðeins fyrir þegar ég labba og fæ stundum brjóstsviða en mér finnst allt saman vera minna en var áður, þar með talið bumban. Ég er orðinn svoldið áhyggjusöm og er spennt að komast í sónarinn 3.mars. Vonandi kemur allt gott út úr því og ég get hætt að hafa áhyggjur.

Á laugardaginn síðasta fann ég mikið af spörkum, þá var ég og Snæbjörn að hlusta á Eurovision og ég hafði það svoldið hátt stillt...hehh...gaman af því..hef samt ekki fundið mikið síðan þá....en það fer vonandi að styrkjast og geta sparkað duglega í mömmu þannig að hún hafi ekki svona miklar áhyggjur..

en ég ætla að skella mér í að taka mynd af "bumbunni" og leyfa ykkur að sjá. Svo erum við Snæbjörn að halda upp á 3 1/2 árs afmælið hans...hann er svo mikið krútt litla skottið mitt...

en alla vega heyrumst og sjáumst

February 22 7:21 PM


fyrsta merkjanlega sparkið
hæbb

hér er allt gott að frétta....fann fyrstu ákveðnum spörking 8 febrúar, þá komin 16v4d en ég hef ekki fundið mikið síðan...eitt og eitt laust...en það var gaman að finna fyrir sparkinu..ég lá upp í rúmi að læra.....það þrengdi greinilega e-ð að því...hehh

annars er ég bara heilsuhraust....bumban er ekki mekjanlega á morgnana...bara svona fitubollubumba....á kvöldin er hún örlítið stærri...en ekki mikið....allar myndirnar sem ég hef sett inn so far hafa verið af kvöld bumbum....þannig það má ekki gleyma að taka það með í reikninginn :o)

ég fer í sónar 3.mars...ég er orðin ægilega spennt að komast í sónar.vibbý ! Svo er pabbi að koma í heimsókn...jibbý jey..hann kemur í heimsókn á sunnudaginn og fer á mánudaginn...er að fara að vinna í póllandi í e-m bát sem er gerður út frá eistlandi...en alla vega..hlakka til að sjá hann :o)

bið að heilsa í bili....
February 10 9:52 AM

testing123testing
hæbb...
datt í hug að halda smá "dagbók" um meðgönguna....svona fyrir barnið og mig eftir á. Ég á einn strák fyrir sem er 3 ára og ég man bara ótrúlega lítið frá meðgöngunni...alla vega svona nákvæmlega hvenær hvað gerðist og svona....þannig það væri gaman að halda betra bókhald núna.

en ég er s.s. komin 16v1d núna samkvæmt síðustu mælingum. Allt gengur bara vel, finn aðeins fyrir í grindinni og bakinu og fæ verki niður í lífbein (eða e-ð þarna niðri alla vega) þegar ég geng stundum....labba pínu eins og mörgæs en er að reyna að fela það þar sem það vita nú alls ekki margir af þessari óléttu og mér liggur ekkert sérlega á því að láta alla vita....bara gaman að eiga sér leyndarmál út af fyrir sig..hehh

en að öðru leyti bara gengur allt vel...það er svona aðeins farið að sjást bumba...en ekkert neitt svakalega stór....alla vega ekki þannig að fólk sé farið að spyrja mig..né farið að gjóa á mig augunum...alla vega sé ég það ekki...þannig við sjáum til..

en bið að heilsa í bili..læt vita um framhaldið...

kv. kruttid


February 04 9:09 PM

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home