allt í sómanum
hæ hæ
allt fínt að frétta hérna hjá okkur...við fórum í skoðun í gær og allt kom bara fínt út úr blóðprufunum og allt bara lítur vel út...gæti s.s. haldið áfram að vera ólétt..svona fyrir utan almenna þreytu í bakinu og endalausan brjóstsviða...en sem betur fer virðist kláðinn vera á undanhaldi...mamma er SVO fegin !!
stóri brói er núna hjá Valgeir pabba sínum og mömmu hundleiðist að hafa hann ekki hjá sér....pabbi er að vinna svo mikið þessa dagana...er að vinna á nóttunni og kemur heim klukkan 5 og sefur svo fram á dag og rýkur þá af stað í vinnuna aftur....þannig s.s. mamma er mikið ein...hún var nú myndó samt í dag og tók til...hún er ekki alveg búin og ætlar að halda áfram bara á morgun og taka þá herbergin og baðherbergið....en það er alla vega mikill munur að hafa svona hreint og fínt í kringum sig...
mamma þarf svo að fara að sækja myndavélina í togaratrukkinn til afa því að hún gleymdist þar og þá getur mútta ekki tekið neinar bumbumyndir...en bumban heldur áfram að stækka legbotninn er komin í 37,5 cm....
en s.s. bara allir kátir og sáttir...mamma farin að bíða eftir að fá mig í hendurnar..núna eru nokkrar af júlíbumbunum sem mamma hefur verið að spjalla við búnar að eiga og mamma fær alveg sting í mallann að sjá myndir af öllum þessum nýfæddu krílum...jii hvað það er orðið stutt e-ð í þetta...en samt finnst mömmu svo langt..thíhíhi
en jámm..bið að heilsa í bili
kv. kruttid

0 Athugasemdir:
Skrifa ummæli
<< Home