laugardagur, júlí 15, 2006

ansi stór

jæja..nú er ég aldeilis orðin stór...mamma er farin að hafa pínu áhyggjur að ég verði 20 merkur eða e-ð þegar ég fæðist..mamma var að skoða myndir af sér þegar hún var komin rúmlega 41 viku með snæsa bróa og bumban á henni er miklu minni þá...og brói var sko 16 merkur....þetta gæti útskýrst af því að það sé meira vatn...en samt finnst mömmu ég alveg fylla vel út í bumbuna sko...en mamma ætlar að setja inn myndir til samanburðar svo þið sjáið muninn :O)

annars er allt fínt að frétta bara...mamma er alltaf að vonast til að ég fari að láta sjá mig en hún hefur ekki fundið neina verki sem benda til þess....hún hefur átt erfitt með að sofa undanfarið því hún hefur svo mikinn brjóstsviða og hósta...en hún svaf vel í nótt..kannski því hún kastaði upp matnum úr mallanum í gærkveldi og þá var ekki mikið eftir til að gefa henni brjóstsviða og halda fyrir henni vöku...alla vega er hún vel úthvíld núna..loksins :O) pabbi var rosaleg góður við hana..hann vorkenndi henni ægilega mikið og hjálpaði henni upp í rúm og bjó um hana og breiddi yfir hana sæng og strauk henni þangað til hún bara steinsofnaði....mikið er ég heppin(n) að eiga svona góðan pabba :O)



knusukrutt 37 vikur og 4 dagar


krumpukrutt (stóri brói) 41 vikur og 2 dagar


eins og þið sjáið er talsverður munur....vonandi er þetta bara vatn :S

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home