laugardagur, júlí 22, 2006

eftirvænting

hæbb....mamma var að taka myndir af 40 vikna bumbunni og vildi setja inn...annars bara allt fínt að frétta...mamma hefur það bara fínt....engir verkir að angra hana nema henni finnst svoldið óþægilegt þegar ég er að snúa hausnum þarna niðri...þá ýti ég e-ð illa á...að öðru leyti kvartar hún svo sem ekki...

snæsi brói er orðinn ægilega spenntur að fá mig...aðallega þó af því að hann fann spiderman skóna sem mamma ætlaði að láta mig gefa brósa þegar ég kæmi í heiminn (svo brói fái nú gjafir líka :O) ) og hann bara spyr og spyr hvenær eiginlega barnið ætli að koma í heiminn og gefa honum skóna...thíhí...

pabbi er líka orðin svaka spenntur og spyr mömmu á hverjum morgni hvort hún ætli ekki að fara að leyfa sér að hafa mig líka...finnst mamma orðin svoldið eigingjörn á mig...en ég er alveg að fara að koma..ég lofa...amk. verður það ekki svo svakalega langt...

knúsur krúttið

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home