my water just broke :O)
jæja krakkar....
nú er e-ð loksins að gerast...eftir langan göngutúr í kvöld fór mútta og pabbi að sofa rúmlega 12...mamma gat ekki alveg sofnað og bara lá og hugsaði og var svona við það að sofna þegar allt í einu fann hún að vatn lak á milli fótanna...pabbi var steinsofnaður þannig mamma pikkaði í hann og bað hann um handklæði því hún héldi að vatnið hefði verið að fara...
pabbi hringdi upp á deild þar sem okkur var sagt að slappa bara af þar sem barnið er svona alveg næstum því skorðað...og bara reyna að hvíla okkur úr því að engir verkir væru byrjaðir....
en alla vega fer ég alveg að koma í heiminn :O) og mamma ætlar að sjá hvort hún geti e-ð hvílt sig fyrir komandi átök....
kv. kruttid

0 Athugasemdir:
Skrifa ummæli
<< Home