PABBI Á AFMÆLI
hæ hæ kæru vinir,
vitiði hvað? hann pabbi minn á afmæli í dag!!! jibbýjey....ég er því miður þó ekki komin úr bumbunni til að taka þátt í afmælinu.....en til hamingju elsku pabbi minn !! ég að þú eigir góðan dag....mamma var nú e-ð búin að tala um að kannski myndi ég bara vera afmælisgjöfin hans pabba...en þegar þessi dagur er upprunninn þá sýnist mömmu ekkert bóla neitt á mér....ég kem samt fljótlega :O)
en ég á eiginlega afmæli í dag líka..þannig sko..ég er orðin(n) 38 vikna í dag (þ.e. mamma er sögð vera komin 38 vikur í dag) mikið finnst mömmu þó þessar undanfarnar vikur vera lengi að líða..hún er orðin svo óþreyjufull að fá mig...eða ég held bara aðallega er hún orðin svoldið þreytt....aumingjans auminginn minn, hún mamma...
mamma er annars heima með flensu....er alveg á kafi í hálsbólgu...hún er að reyna allt til að laga það..drekkur kamillute (bólgueyðandi), sítrónu(styrkir ónæmiskerfið) og hakkar í sig hvítlauk (sýkladrepandi)....þannig kannski nær hún þessu úr sér áður en ég kem í heiminn...mamma vonar það því hún var einmitt með flensu þegar hún átti snæsa stóra bróa og hún var svo orkulaus í fæðingunni....vonandi sleppur mamma frá þessari pest áður en ég kem...
annars er ekkert sérstaklega gott fyrir mömmu að drekka þetta því hún fær svo mikinn brjóstsviða af þessu...en hún harkar það af sér, kellingin. :O)
núna er mamma farin að prjóna teppi handa mér með hettu....mamma keypti prjónablað í skólavörubúðinni og féll alveg fyrir því...langar að gera svo margt úr því en hún verður samt að bíða og sjá hvort ég er strákur eða stelpa fyrst....teppið er fallega bleikt í blaðinu og mömmu langaði svoldið til að hafa það í réttum lit...en hvítt verður það...þá geta fleirri notað það síðar :O)
ljósan hennar múttu hringdi í gær til að heyra hvernig hún væri af kláðanum..hún sagði að það hafi verið aðeins hækkað gildi af e-u þessu lifrardæmi út úr blóðprufunum...en samt ekkert til að hafa áhyggjur af nema kláðinn haldi áfram...mamma er nokkuð góð af honum..hann blossar aðeins upp en sem betur fer alls ekki jafn mikið og fyrir viku síðan...
jæja kæru vinir...mamma ætlar að halda áfram að prjóna og fara svo og koma pabba á óvart því hann á nú afmæli :O)
kv. knusukruttid
0 Athugasemdir:
Skrifa ummæli
<< Home