miðvikudagur, ágúst 02, 2006

allt súper gott hér

hæ hæ
það er allt gott að frétta af mér...ég er rosalega duglegur að drekka hjá múttu og er að flýta mér að stækka...ég sef þess á milli eða vaki og stari á heiminn....finnst rosa gaman að horfa á sjálfan mig í speglinum...pabbi keytpi svona kappa með myndum á og spegli til að setja í vögguna mína og ég rek upp stór augu þegar ég skoða dýrðina....

ég fór í 5 daga skoðun á mánudaginn....mamma og pabbi voru spennt að sjá hvort ég væri ekki búin að þyngjast vel...jú jú viti menn ég var sko komin 250 g yfir fæðingarþyngd...læknirinn spurði bara hvaðan þess mjólk kæmi eiginlega ?? þannig ég verð greinilega fljótur að stækka !! mömmu finnst ég meira að segja bara vera komin með bollukinnar...svo er gulan úr augunum alveg að hverfa og ég farin að líta svona eðlilegri út...ekki s.s. með sjálflýsandi augu lengur...

mamma og pabbi eru bara að springa úr stolti af mér og geta varla haft augun af mér...mamma tímir stundum ekki að fara að sofa vill bara horfa á mig...en svo vinnur þreytan....ég held ég fái svona þúsund kossa á dag frá mömmu og pabba og stóra bróa..ég er ekkert smá heppinn!!

svo er ég búin að fá svo marga gesti og margar kveðjur og margar gjafir líka...ég vil bara fá að þakka öllum kærlega fyrir hlýju orðin, heimsóknirnar og fyrir gjafirnar takk fyrir mig

já og svo fór ég loksins í bað í gær...mamma og pabbi hafa náttl. þvegið mér sko...en fór í balann í gær..pabbi baðaði mig og mér fannst það rosalega notó...mamma og stóri brói fylgdust spennt með....

en alla vega bið að heilsa í bili...mamma ætlar að kíkja út í sólbað meðan ég lúlla inni í vöggu

kv. knúsi

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home