góður strákur
hæ hæ
af mér er allt fínt að frétta...það gengur enn þá rosalega vel með mig. Á föstudaginn síðasta kom hjúkkan til múttu og viktaði mig...ég var þá hvorki meira né minna en 4780 g ... þannig ég var á 10 dögum búin að þyngjast 600g umfram fæðingarþyngd...geri aðrir betur :O)
En við mamma bara njótum þess að vera að snúllast heima á daginn...ég lúlla mér meðan mamma reynir að viðhalda íbúðarhæfu ástandi á viðverustað okkar...svo sækjum við stóra bróa upp úr 15 og komum þá yfirleitt heim aftur og förum t.d. í göngutúr eða e-ð...svo upp úr 18 kemur pabbi heim og klæjar þá alveg í puttana að fá að knúsa mig eftir að hafa ekki séð mig allan daginn....
ég er líka búin að fara í fyrsta "ferðalagið" mitt ... ég fór á Hellu á laugardaginn að heimsækja ömmu,afa, langömmu og langafa...já og auðvitað Brynjar og Kol líka... það gekk bara vel og ég var auðvitað rosalega vær og góður
já...það er bara lúxus líf hjá mér og mamma trúir varla að það sé hægt að eiga svona væran og góðan strák...því þegar stóri brói var lítill var hann greyið með svo mikla magakveisu að hann grét bara ef mamma lagði hann frá sér....og mamma þurfti því að halda á honum nánast allan daginn ... eða rugga honum til svefns ... eða fara í göngutúr eða biltúr til að svæfa hann ... eða sofa með hann á bringunni eða e-ð....svo milli 17-24 grét hann út í eitt af krampanum ... það byrjaði svona í kringum 2 vikna aldurinn og hélt áfram til 4-5 mánaða..núna er ég orðinn 2 vikna og mamma biður til guðs að ég sleppi við þetta .... við skulum nú vona það :O)
en mamma ætlar að fara að kíkja á mig inn í herbergi...
knús og kossar
krúttid

0 Athugasemdir:
Skrifa ummæli
<< Home