miðvikudagur, ágúst 16, 2006

halló halló,
hvað er að frétta hjá ykkur? endilega segið mér fréttir :O)

hjá mér er allt rosalega flott og fínt að frétta...ég og mamma erum aðeins farin að fara meira út...mamma fór t.d. með mig með sér upp í Háskólann í Reykjavík í dag á fund. Ég var rosalega stilltur og prúður, alveg eins og vera ber...annars vorum við mútta ægilega þreytt í dag og sváfum af okkur góða veðrið...mamma er greinlega búin að safna lengi þreytunni því hún var bara eins og rotuð og rétt rumskaði til að gefa mér brjóst og skipta og svo sofnuðum við saman aftur í sófanum heima...mjög ljúft..

Stóri bróðir er núna á kirkjubæjarklaustri hjá Valgeir pabba sínum og Sigrúnu og svo náttl. Magndís Hugrúnu litlu systur sinni...

mamma og pabbi eru enn að ströggla með nafnið á mig..þau hafa svona nokkrar hugmyndir....mömmu finnst reyndar allir í kringum sig vera búnir að taka öll flottu nöfnin...en ég er viss um að þau finni e-ð virkilega fallegt og virðulegt nafn á mig....

en já...sem sagt bara allt gott að frétta....ég er hreint út sagt yndislegur strákur...mamma og pabbi njóta þess út í ystu æsar að knúsa mig og kúra hjá mér....eina sem vantar í jöfnuna þessa dagana er Snæbjörn stóri brói :O)

knús og kossar
knúsukrútt

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home