I'm back
hæ elsku vinir mínir, hvað er að frétta hjá ykkur núna? ég vona að þið hafið það bara rosa gott...ég hef það alla vega stór fínt. Ég vona líka að þið hafið ekki saknað mín alltof mikið, ég var í smá ferðalagi en er komin aftur. Það var rosa gaman hjá okkur en það er samt gott að vera aftur kominn heim til pabba :O) Pabbi er bestaskinn...besti vinur minn...trallalala...
en já s.s. allt súper gott að frétta af mér...mamma fór með mig í 6 vikna skoðun í gær (já b.t.w. ég er orðin 6 vikna!!!) en já aftur að skoðuninni...ég fékk bara topp einkunn hjá kallinum (doksa) ... ég var orðinn 61,5 cm og 6170 kg...pælið í því ég er s.s. búin að þyngjast um 2 kg á 6 vikum...geri aðrir betur...það er næstum helmings aukning...ég meina pælið í því sjálf ef þið mynduð bara þyngjast um helming af núverandi þyngd ykkar...þið væruð nú ekki frínileg !! hehhh
en ég er alla vega kátur strákur, farinn að hjala og brosa svo rosalega fallega...ég var svona ca 3 1/2 vikna þegar fyrsta brosið kom...mamma þorðið þó ekki að call-it því maður er aldrei viss en ég s.s. brosi rosalega mikið þegar verið er að tala við mig...og ég hef verið svona ca 5 vikna þegar ég byrjaði að hjala þegar verið er að tala við mig...
svo er ég orðinn svaka góður með snudduna...hún róar mig mikið niður ef ég er að gráta ... sem gerist ekkert svakalega oft...bara þegar ég er þreyttur eða svangur...stundum fæ ég vindspenning í mallann en ég er í heildina litið alveg rosalega góður og vær :O) (mamma bara einfaldlega getur ekki kvartað....miðað við stóra bróa er ég bara eins og dúkka)
umm...hvað get ég sagt ykkur fleirra í óspurðum fréttum....ég er sko ekki enn kominn með nafn..mamma og pabbi eru alltaf að máta á mig....eru svona e-ð samt að komast að niðurstöðu....en eru þó ekki 100% viss enn þá...þetta er náttl. ábyrgðarhluti að skíra lítinn einstakling..ég meina maður þarf að bera þetta alla ævi
en alla vega..ætla að kveðja
yfir og út
snúlli
0 Athugasemdir:
Skrifa ummæli
<< Home