kátur að vanda
hæ kæru vinir,
af mér er allt súper fínt að frétta...ég stækka og dafna rosalega vel, að vísu hef ég ekki verið neitt viktaður síðan 6 vikna en mamma og pabbi sjá það glöggt að ég er mikið að stækka og breytast...alveg ótrúlegt að fylgjast með þessum öru breytingum mínum.
ég er rosa kátur strákur, mamma fær iðulega bros til sín þegar hún er að spjalla við mig og ég er ný farin að skríkja af ánægju þegar talað er við mig..að vísu bara einu sinni í einu...en það er byrjunin...
ég er enn iðinn við að súpa og mamma hefur stundum áhyggjur af því hvað ég drekk oft...stundum drekk ég 4 sinnum á nóttu og þá samt þamba ég alveg fullt fullt þannig mamma heldur alltaf að nú hljóti ég að vera saddur...en nei nei..ekki aldeilis...ég vakna svo aftur eftir kannski 1 til 1 1/2 tíma...en það er þó ekki alltaf svoleiðis og ég get stundum tekið langa dúra líka...
við mamma erum lítið farin að fara út með vagninn..mömmu finnst reyndar óþarfi að vera að henda mér út að sofa..en kannski gerir hún það seinna meir ef hún sér að ég sofi betur þannig...en þau fáu skipti sem ég hef farið í göngutúr í vagninum hef ég ekki verið neitt svaka happy...alla vega ekki náð neitt löngum dúr...nema einu sinni...
en við mútta ætlum að reyna að bæta úr þessu gönguleysi okkar og drífa okkur aðeins út núna....vonandi heyrumst við fljótlega aftur...
kv. snúlli
E.S. já alveg rétt....ég á að fá nafn 14. október, mamma og pabbi ætla að láta skíra mig í Oddakirkju þar sem pabbi var skírður, fermdur og þess háttar...stóri brói var skírður 13. október á afmælisdaginn hans Sigga langafa heitins og mömmu langaði ægilega mikið til að skíra mig líka þann dag...en því miður er það á föstudegi þannig hún verður að sætta sig við daginn eftir.... en já s.s. við látum ykkur vita um leið og ég fæ nafn hvað ég heiti ... þ.e. ef foreldrarnir verða búnir að ákveða sig fyrir þann tíma...þetta gengur e-ð illa...þau voru sko komin með e-ð nafn en ákváðu svo að endurskoða það e-ð...þannig við skulum nú senda þeim smá nafnastrauma svo þetta komi nú hjá þeim...ekki get ég verið "snúlli" endalaust
0 Athugasemdir:
Skrifa ummæli
<< Home