3 mánaða
jæja nú er langt síðan mamma skrifaði e-ð fyrir mína hönd....þannig hérna kemur smá skammtur :o) mamma bara trúir þessu ekki en ég er orðinn 3 mánaða, tíminn er sko aldeilis fljótur að líða!! ég fór í fyrstu sprautuna mína í morgun og var mældur og skoðaður í bak og fyrir og ég var sko aldeilis duglegur, það heyrðist ekki píp frá mér þegar ég var sprautaður. Hjúkkan var að sýna mér e-ð dót og brosti ægilega mikið og svo skyndilega fann ég e-n sting....og eins og pabbi sagði þá þurrkaðist bara af mér brosið...en það var fljótt að koma aftur:O) já og vitiði hvað? ég er orðinn 7,330 grömm og 66 cm....er ég ekki stór? mömmu finnst það.....alla vegar eru alltaf allir að tala um það hvað ég er stór miðað við aldur...hehhh..alger rjómi sem ég fæ hjá múttu :O) nammi namm það er svo gott að súpa, ég alveg legg aftur augun í hvert skipti og nýt þess til hins ítrasta :O) hvað er annað að frétta ? já alveg rétt, mamma er ekkert smá spennt, við erum að fara í fyrsta tímann í ungbarnasundi á laugardaginn ... jibbý !! mamma er samt smá smeik með mig því ég er ekkert svakalega hrifinn af því að fara í bað og er svoldið hræddur þegar ég er sviptur öllu öryggi og berstrípaður og skellt í balann.....en vonandi verður það betra í sundinu, stóri brói var alla vega alger sundstjarna...en auðvitað geta ekkert allir verið eins !...sjáum bara til....
þannig við s.s. höfum það bara reglulega fínt, allir hressir og kátir á heimilinu og nóg að gera hjá litlu fjölskyldunni, pabbi á fullu í skólanum, mamma að sinna okkur ljónsbræðrum, brói í leikskólanum og ég að stækka og læra á heiminn, allt eins og það á að vera :O)
0 Athugasemdir:
Skrifa ummæli
<< Home