þriðjudagur, október 03, 2006

nafnanefnd

jæja kæru vinir....

það er allt fínt að frétta af mér...þetta helsta er líklega að ég er nýbúinn í viktun og er orðinn tæð 6,8 kg og bara fylgi minni kúrvu....allir sáttir með það...mömmu fannst reyndar skrýtið að ég væri ekki þyngri miðað við hvað ég hef þyngst hingað til en þetta er víst alveg eftir bókinni þannig að við erum sátt með það allt saman...

annars er bara fínt að frétta annað....pabbi minn er kominn heim frá útlöndum og ég fékk rosa fína svona taubók frá honum...ég var ægilega hrifinn af því....

núna er ég að reyn að sofna mér...meðan nafnanefndin heldur áfram störfum...því núna eru aðeins tæpar 2 vikur þangað til að ég fæ nafn og þá þarf hún að hafa lokið af sér...en til að sýna ykkur niðurstöður nefndarinnar so far þá getum við s.s. lofað því að ég mun ekki heita neinu af eftirfarandi nöfnum:

Angi,Bjólan,Bambi,Bruno,Dugfús,Díómedes,Dýri,Eilífur,Ebenezer,Engilbjartur,
Engill,Friður,Glói,Hárlaugur,Hængur,Hlégestur,Hnikarr,Harrý,Hilaríus,
Ljósálfur,Jesper,Kakali,Kort,Kópur,Kristall,Kolur,Knörr,Katarínus,Móses,
Metúsalem,Mars,Norðmann,Neptúnus,Októvíus,Ósvífur,Parmes,Rasmus,
Rósinkar,Ríó,Saxi,Skúta,Skíði,Smiður,Trúmann,Tímóteus,Ubbi,Uggi,Vilji,
Vörður,Vatnar,Walter,Ylur,Zakaría,Þengill,Þyrnir,Þjálfi

kv. snúllinn

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home