þriðjudagur, október 10, 2006

yndislegur

ok..sorry en nú getur mamma mín bara ekki orðabundist....en henni finnst ég alveg hreint út sagt yndislegur lítill patti....hún sat upp í sófa með mér og stóra bróa og hún bara gat ekki komist yfir það hvað hún er heppin að eiga svona yndislega stráka !!! hún vildi bara minnast á það ..... bara svo það fari ekkert á milli mála að hún viti vel að hún sé öfundsverð :O)

ég fór með múttu á mömmumorgunn í Seljakirkju í morgun, það var mjög fínt, það kom kona sem kenndi ungbarnanudd og nuddaði smá öll börnin svona til að sýna, ég brosti út að eyrum til hennar allan tímann og ætla greinilega að vera líkur bróa mínum með það að heilla alla upp úr skónum með fallegu brosi, er sko ekkert að spara það....en þarna höfðu líka allir á orði hvað ég væri rosalega stór strákur, hinar konurnar ætluðu nú eiginlega ekki að trúa því að ég væri bara rúmlega 2 mánaða..híhí maður er sko enginn væskill ... bara íslenskur víkingur !! :O)

vel flestum finnst ég líkur henni mömmu minni en margir hafa það á orði þessa dagana að ég sé farin að líkjast pabba meira.....enda er ég alltaf að breytast á degi hverjum....

og já..nú styttist í daginn minn, nafna daginn minn.....við erum orðin svaka spennt, en mamma er samt svoldið kvíðin því henni finnst hún ekki alveg vera tilbúin að ákveða nafnið á mig...hana langar svo svakalega til að finna fallegt nafn handa mér sem ég get borið stoltur alla ævi....hún var reyndar rosa nervus þegar hún var að velja nafn á bróa minn en er svona líka hamingjusöm með nafnið í dag þannig ég held hún ætti ekki að vera neitt of stressuð..ja nema þau myndu skíra mig e-ð eins og Bjartur Ljósaálfur Óskarsson eða e-ð...

en jæja...læt þetta duga í bili...
knús og kossar,
nafnlausi dásamlegi og yndislegi snúlli

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home