fimmtudagur, nóvember 02, 2006

stóri brói kann á mig

jæja hvað segið þið gott þá? hmmm...finnst eins og ég hafi byrjað færslu með þessum orðum áður..thíhi....en já...best að segja ykkur e-ð bitastætt....hmm

......það er svo sem ekki mikið að ske hérna á þessum bæ, ég fór í fyrsta sundtímann á laugardaginn og það gekk ágætlega, ég var samt ekkert svakalega hrifinn, var svona pínu smeykur, sérstaklega þegar átti e-ð að vera að dangla mér hátt upp í loftið, hvað heldur mamma að ég sé eiginlega, flugmaður?superman? en ég grét þó ekki neitt, en það kom svona smá ílfur frá mér þegar mér mislíkaði e-ð og var öryggislaus...

en já hann stóri brói er alveg snillingur á mig, kannski af því það er svo stutt síðan hann var svona ungi....en í kvöld þá skrapp mamma í leikfimi, aðeins svona að hreyfa sig og ég var víst óvenju óvær á meðan, þegar mamma kom fékk mér að súpa og þambaði alveg fullt en var samt alltaf að rífa mig af brjóstinu þannig mamma hélt bara að ég væri saddur, svo var ég óvenju órólegur þegar ég átti að fara að sofa eftir kvöldsöguna (mamma/pabbi lesa alltaf fyrir okkur ljónsbræður).....þá sagði brói bara "syngdu fyrir hann mamma, bí bí og blaka er uppáhaldið hans" og mamma reyndi að syngja en ég var samt hálf ósáttur þá sagði brói aftur "mamma, kannski vill hann bara súpa meira" þannig mamma setti mig á brjóstið og viti menn...dadaadaaa ég steinsofnaði......já stóri brói kann sko á mig !!!

svo reyndi mamma að vekja mig til að láta mig súpa enn meira og ég var ekkert stúrinn við það heldur brosti blíðu brosi til múttu með eldrauð þreytuleg augu....það er sko aldrei langt í brosið mitt....

amma Þórey sagði múttu að hún hefði séð í e-m þætti í sjónvarpinu að börn brosa í móðurkviði en svo verða þau fyrir svo miklu sjokki að koma í heiminn að þau brosa ekki fyrr en í kringum 4 vikna eða svo, það gæti útskýrt af hverju ég brosti alltaf svona svakalega mikið í svefni áður en ég fór að brosa til múttu og pabba vakandi :O)

en jámm...bið að heilsa öllum og Magga amma þú skilar kveðju fyrir mig líka til langafa og langömmu og allra hinna auðvitað líka :O)

bless í bili,
Tómas Huginn Óskarsson

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home