föstudagur, ágúst 03, 2007

myndaleysi

hæ hæ

héðan er allt gott að frétta. Tómas er í pössun hjá Þórey ömmu alla daga, meðan Birna er í vinnunni. Óskar er fyrir vestan að vinna. Snæbjörn kom til okkar í 2 daga núna og Tómas var aldeilis ánægður að sjá stóra bróa (og Snæbjörn þvílíkt ánægður að sjá litla bróa sinn, kyssir hann og knúsar allan daginn). Þeir eru aðeins farnir að geta leikið sér smá meira saman, amk. finnst Tómasi alltaf jafn gaman þegar Snæbjörn er að sýna honum dótið og svona. Það er sko fjör á bænum þessa dagana.

Tómas er mikið að stækka og þroskast, eins og áður sagði kominn með 5 tennur og farinn að ferðast út um allt, ekki farinn að labba óstuddur, fer mjög varlega í það þegar honum er sleppt, ætlar sér ekki að detta og meiða sig!

Nú styttist í að dagmamman byrji aftur, eða þann 16 þessa mánaðar, þá verður Snæbjörn líka kominn aftur til okkar og lífið fer að falla í fastari skorður fyrir veturinn.

því miður er myndavélin okkar ónýt, þannig það hefur ekki verið tekin nein ný mynd af strákunum í rúman mánuð, en vonandi getum við keypt sér nýja myndavél innan skamms og þá verður settar inn e-r nýlegar myndir...þangað til þá verður bara gömlu myndirnar að duga...

yfir og út

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home