þriðjudagur, janúar 22, 2008

gleðiliegt ár




jæja kæru vinir nú er aldeilis langt síðan ég skrifað síðast, og sveim ér þá ef það er ekki bara hefð að byrja hverja færslu svona....við erum e-ð orðin löt við þetta á heimlinu. Mamma hefur nú reynt að setja inn e-r myndir af okkur bræðrum, en það vantar kannski helst að setja inn e-r myndir frá jólapakkaflóðinu og áramótunum, mamma kannski bara setur nokkrar inn í kvöld...já vonandi.

en af okkur er bara allt gott að frétta.....mamma og pabbi fóru til útlanda fyrir jólin í viku og skildu mig eftir í pössun hjá ömmu og afa Hellu. Það gekk alveg svakalega vel! amma og afi eiga hrós skilið fyrir að vera svona góð við mömmu og pabba og mamma átti bara ekki orð yfir það að þau voru til í þetta. Ég var líka ekkert spenntur þegar ég sá að þau "gömlu" voru komin aftur, ég hafði haft það svo gott hjá ömmu og afa, alla vega var enginn fagnaðar óp í mér, rétt leit við og hélt svo áfram að leika mér...."ohhh...þið komin aftur" var svona meiri fílíngurinn..hehe...

svo seinna fór ég reyndar að sýna smá takta sem ég hafði ekki gert áður og það var að gráta þegar mamma skildi mig eftir hjá dagmömmunni, en sem betur fer var það bara rétt fyrst um sinn og rjátlaðist af mér eftir jólin....enda elska ég að fara að leika við krakkana hjá dagmömmunum mínum, þær eru líka svo góðar við mig!

loksins loksins eru framtennurnar í neðri góm að koma, ég var alltaf með bara 2 pínu litlar fremst, svo jaxla en svo fullt uppi.....

ég er ekki farin að tala mikið, segji bara "mamma" og svo einstaka sinnum e-ð annað, en það er bara spari...t.d. um daginn var amma að passa mig og e-ð fólk var í heimsókn og hún var að segja þeim að ég segði bara mamma, þá labbaði ég framhjá og sagði "og pabbi"...hahahaa...ógeðslega fyndið.....svona getur maður verði stríðinn...

hmmmm.....já við fengum svakalega mikið af jólapökkum við bræður og viljum koma þakklæti á framfæri .... bara takk kærlega fyrir okkur!!

annars segi ég bara gleðilegt ár kæru vinir, takk fyrir árið sem er liðið.

knús og kossar
Huginn


0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home