sunnudagur, júní 01, 2014

Húsagarðurinn

föstudagur, ágúst 21, 2009

Tómas on a stroller ride :O)

Dúlli í göngutúr í flottu kerrunni sem amma og afi Hellu eiga....vorum þarna á töðugjöldunum. Vantaði auðvitað alveg að hafa pabba sinn með, en hann er mættur á sjóinn kallgreyið, enda skollin á kreppa á íslandi.

Tómas er á Austurkoti í Hálsakotinu sínu, hann er svakalega ánægður þar, fer alltaf sáttur í leikskólann, hann er þó alltaf svaka ánægður þegar hann er sóttur og kemur ávallt hlaupandi á móti mömmu sinni.

Tómas varð 3 núna á þessu ári, bara fyrir rétt rúmum mánuði. Við eigum reyndar eftir að halda upp á afmælin þeirra strákanna, hugsanlega reynum við að bíða eftir að pabbi komi e-ð í land svo við getum haft alla heima hjá okkur.

Biðjum ða heilsaa í bili, vonandi verður maman dugleg að skrá niður hvernig lífið og tilveran er hjá strákunum sínum. Í kvöld las hún upp ur þessu fyrir snæsa (hinir sofnaðir) og snæsa fannst svakalega gaman að heyra hvað hann var að bardúsa þegar hann var yngri, svo mamman sá hvað þetta er mikils virði!!

lifið heil

miðvikudagur, mars 26, 2008

sameining

í takt við sparnaðar tíma á Íslandi ætlar mamma að sameina okkur bræðurnar undir einni síðu....við erum fluttir á barnanet.is/ljonin

sjáumst

þriðjudagur, janúar 22, 2008

gleðiliegt ár




jæja kæru vinir nú er aldeilis langt síðan ég skrifað síðast, og sveim ér þá ef það er ekki bara hefð að byrja hverja færslu svona....við erum e-ð orðin löt við þetta á heimlinu. Mamma hefur nú reynt að setja inn e-r myndir af okkur bræðrum, en það vantar kannski helst að setja inn e-r myndir frá jólapakkaflóðinu og áramótunum, mamma kannski bara setur nokkrar inn í kvöld...já vonandi.

en af okkur er bara allt gott að frétta.....mamma og pabbi fóru til útlanda fyrir jólin í viku og skildu mig eftir í pössun hjá ömmu og afa Hellu. Það gekk alveg svakalega vel! amma og afi eiga hrós skilið fyrir að vera svona góð við mömmu og pabba og mamma átti bara ekki orð yfir það að þau voru til í þetta. Ég var líka ekkert spenntur þegar ég sá að þau "gömlu" voru komin aftur, ég hafði haft það svo gott hjá ömmu og afa, alla vega var enginn fagnaðar óp í mér, rétt leit við og hélt svo áfram að leika mér...."ohhh...þið komin aftur" var svona meiri fílíngurinn..hehe...

svo seinna fór ég reyndar að sýna smá takta sem ég hafði ekki gert áður og það var að gráta þegar mamma skildi mig eftir hjá dagmömmunni, en sem betur fer var það bara rétt fyrst um sinn og rjátlaðist af mér eftir jólin....enda elska ég að fara að leika við krakkana hjá dagmömmunum mínum, þær eru líka svo góðar við mig!

loksins loksins eru framtennurnar í neðri góm að koma, ég var alltaf með bara 2 pínu litlar fremst, svo jaxla en svo fullt uppi.....

ég er ekki farin að tala mikið, segji bara "mamma" og svo einstaka sinnum e-ð annað, en það er bara spari...t.d. um daginn var amma að passa mig og e-ð fólk var í heimsókn og hún var að segja þeim að ég segði bara mamma, þá labbaði ég framhjá og sagði "og pabbi"...hahahaa...ógeðslega fyndið.....svona getur maður verði stríðinn...

hmmmm.....já við fengum svakalega mikið af jólapökkum við bræður og viljum koma þakklæti á framfæri .... bara takk kærlega fyrir okkur!!

annars segi ég bara gleðilegt ár kæru vinir, takk fyrir árið sem er liðið.

knús og kossar
Huginn


mánudagur, nóvember 12, 2007

Fréttir - Myndasíða - knús

Hæ kæru vinir, mikið er langt síðan ég hef séð ykkur! hvað er að frétta af ykkur? af okkur er allt glimrandi að frétta. Ég er orðin svakalega duglegur að labba og mamma bara hefur ekki undan að hlaupa á eftir mér.

Það er ein regla á heimilinu eftir að ég byrjaði að labba og það er að ALLTAF loka baðherberginu því mér finnst klósettið alveg ógeðslega skemmtlegt (mamma segir ógeðslega af því henni finnst það svo ógeðslegt!), en ég s.s. ELSKA að setja hluti þarna ofan í !! mamma veit ekki hversu margir hlutir hafa tapast, en það er slatti. En nú eru hin 3 á heimilinu dugleg að loka hurðinni mér til mikillar gremju, en um leið og e-r klikkar nýti ég sénsinn!!


Ég er búin að vera svoldið veikur undanfarið, en það er bara þessi típýsku hauststörf sem maður sinnir af mikilli samviskusemi :O) en þetta er allt að líða hjá núna. Snæbjörn er eini sem stendur þetta allt af sér! ÉG á svo svakalega hraustan og sterkan stóra bróðir ;)


Mamma er búin að setja upp nýja myndasíðu fyrir okkur familíuna, svona bara til að það sé þægilegra að skoða myndirnar af okkur félögum. Mamma og pabbi keyptu sér svo flotta myndavél um daginn og mamma lætur okkur bræður sko ekki í friði eina einustu mínútu, guði sé lof fyrir því að við fáum amk. frið á nóttunni og meðan hún er í vinnunni!!


Ég er líka kominn með fullt af tönnslum síðan ég heyrði í ykkur síðast. Mömmu finnst þetta gefa mér svo svakalega flottan svip. Já og svo má nú ekki gleyma því að ég var klipptur í fyrsta sinn í október. Er rosalega gauralegur.


Ég er mjög duglegur við að herma allt eftir öðrum, mömmu til mikillar ánægju. Um daginn var ég í baði og mamma lánaði mér tóman sjampóbrúsa, ég kreisti úr honum í hendurnar, stóð svo upp og fór að krananum og nuddaði hárið eins og ég væri að þvo hárið í sturtu, en þar er sturtuhausinn. Svo finnst mér voða gaman að setjast í litla stólinn minn inn í stofu og borða kex eða e-ð, er voða herramannslegur. Um daginn komst ég í rassakremið mitt og ákvað að nota það sem hárgel, var voða flottur! þið getið séð mynd af því á myndasíðunni okka nýju.



En ég bið kærlega að heilsa í bili, endilega kíkið á myndirnar af okkur. Hérna sjáið þið brot af myndunum á síðunni

lovlú Huginn







mánudagur, nóvember 05, 2007

Engar lopapeysur!

já sko, við hittum hana langömmu um helgina og hún sagði okkur að það væri svo mikið búið að panta hjá sér af lopapeysum að hún gæti bara ekki annað meiru, þannig við þurfum ekkert að setja inn myndir af fínu lopapeysunum hennar......en svona er þetta bara, hún er nú bara með 2 hendur :O)

af mér er þokkalegt að frétta, er samt búinn að vera svoldið mikið lasinn.....ekki alveg nógu gott, en ég er samt harður af mér og vill sko alls ekkert vera e-ð að liggja upp í rúmi, undir sæng!

Ég er alla vega farinn að labba ef það var ekki komið fram áður, er rosalega duglegur strákur bara, mamma er svo montin af mér!

biðjum kærlega að heilsa öllum
kv. Huginn

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

lopapeysur til sölu

jahérna hér, nú er ég alveg hlessa, mamma ætlaði að fara að finna mynd af okkur strákunum í lopapeysunum sem langamma prjónaði á okkur og mamma bara finnur enga mynd af okkur á netinu í þeim....en s.s. langamma á Hellu er snillingur í prjónaskap og hefur prjónað á okkur bræður bæði lopapeysur, lopasokka og lopavettlinga og svo á mömmu nokkrar peysur og á pabba líka nokkrar, hún er sko alveg ótrúlega klár að prjóna og við dáumst alltaf af því hvað peysurnar eru flottar hjá henni.......okkur langar svo til að hjálpa henni að selja peysurnar sínar því þær eru á sport prís!

Þær eru til í alls kyns útgáfum, síðar, stuttar, renndar, heilar, vesti, með gyllingu, með silfri, svartar,hvítar,brúnar,bláar bleikar og allt þar á milli. Svo er líka hægt að sérpanta eftir þörfum hvers og eins.

ef ykkur vantar að kaupa fallegar lopapeysur fyrir veturinn fyrir ykkur eða börnin þá endilega verið í bandi (birnah hjá hotmail punktur com)


kv. Birna og snúllar

e.s. mamma ætlar að drífa sig að setja inn myndir af peysunum.

föstudagur, ágúst 03, 2007

myndaleysi

hæ hæ

héðan er allt gott að frétta. Tómas er í pössun hjá Þórey ömmu alla daga, meðan Birna er í vinnunni. Óskar er fyrir vestan að vinna. Snæbjörn kom til okkar í 2 daga núna og Tómas var aldeilis ánægður að sjá stóra bróa (og Snæbjörn þvílíkt ánægður að sjá litla bróa sinn, kyssir hann og knúsar allan daginn). Þeir eru aðeins farnir að geta leikið sér smá meira saman, amk. finnst Tómasi alltaf jafn gaman þegar Snæbjörn er að sýna honum dótið og svona. Það er sko fjör á bænum þessa dagana.

Tómas er mikið að stækka og þroskast, eins og áður sagði kominn með 5 tennur og farinn að ferðast út um allt, ekki farinn að labba óstuddur, fer mjög varlega í það þegar honum er sleppt, ætlar sér ekki að detta og meiða sig!

Nú styttist í að dagmamman byrji aftur, eða þann 16 þessa mánaðar, þá verður Snæbjörn líka kominn aftur til okkar og lífið fer að falla í fastari skorður fyrir veturinn.

því miður er myndavélin okkar ónýt, þannig það hefur ekki verið tekin nein ný mynd af strákunum í rúman mánuð, en vonandi getum við keypt sér nýja myndavél innan skamms og þá verður settar inn e-r nýlegar myndir...þangað til þá verður bara gömlu myndirnar að duga...

yfir og út

miðvikudagur, júlí 25, 2007

afmælisstrákur

ég á afmæli í dag!! ég er orðinn 1 árs, trúið'i því ? mamma trúir því varla.

af mér er annars allt súper gott að frétta, við erum flutt í Dalselið okkar, og erum á fullu að koma því í gott horf. Ástandið er ekki upp á sitt besta á heimilinu af þeim sökum og því verður ekkert afmæli hjá okkur fyrr en stóri brói kemur og við höldum upp á afmælið okkar saman í ágúst :O)

ég fer í skoðun á morgun og þá fær mamma að sjá hversu mikið ég er búin að stækka. En ég fékk 1 tönn í viðbót í gær og er því kominn með 5 tennur, 2 niðri og 3 uppi, mömmu grunar að jafnvel fleirri fari að líta dagsins ljós von bráðar....

en alla vega, bið að heilsa ykkur í bili, vona að allir séu hressir og kátir og svona, njóti veðurblíðunnar sem hefur verið hjá okkur í sumar.

kv. Tómas Huginn 1 árs strákur!

fimmtudagur, júní 28, 2007

gsm-síma myndir












fimmtudagur, maí 31, 2007

myndir myndir myndir

síkátur strákur :O)
í húsdýragarðinum með bróa
gaman í balanum
mæðgin í stíl
rosa gaman að leika sér úti



duglegur að leika sér í kerrunni sinni
Tómas Huginn í Sing star
Alltaf brosandi og kátur
nammi namm
mamma varð bara að setja þessa inn..hún hefur bara aldrei séð aðra eins mynd af mér...








þriðjudagur, maí 22, 2007

myndir af íbúðinni

hæ hæ...allt gott að frétta hjá okkur, ekkert mikið svo sem að frétta. Tómas er bara duglegur hjá dagmömmunni og Snæbjörn duglegur í leikskólanum. Mamma dugleg í vinnunni og pabbi duglegur að reka fyrirtækið sitt, allt í lukkunar velstandi. Það er að koma sumar og styttist í að stubbarnir fara í sumarfrí. Amma Þórey ætlar að vera svo góð að passa strákana í sumar meðan þeir eru í fríi að undan skildri 1 viku og svo náttl. verður pabbi e-ð með þá þegar hann getur, þannig þetta verður smá pússluspil hjá okkur.

annars erum við orðin svo spennt að flytja í dalselið, það er rúmur mánuður í það núna, set hérna inn myndirnar sem við eigum af íbúðinni svo þið sjáið af hverju við erum svona spennt..thíhí

kv. krúttin











laugardagur, apríl 14, 2007

gott líf

jæja jæja....nú er mamma aldeilis búin að vera lélega að skrifa inn.....það má að hluta til skrifa á það að hún er byrjuégð að vinna og þá er svo ofboðslega mikið að gera hjá okkur alltaf, ég er s.s. byrjaður hjá dagmömmu og er alveg svakalega duglegur hjá henni. Mamma á náttl. rosalega bágt með að vera ekki með mig allan dagin eins og áður en hún reynir að hugga sig við það að ég sef alveg 4 tíma þannig þetta eru ekki nema 4 og 1/2 tími sem hún er að missa af......ohh jæja..hún jafnar sig á þessu...

ég er farinn að hreyfa mig mun meira, hífi mig upp ef ég get, get það samt ekkert við hvað sem er.....svo er ég farinn að mjaka mér um á gólfinu, en það er samt í allar aðrar áttir en áfram, en kemst þó um :O) ég elska að vera í göngugrindinni minni, þá erum við sko að tala saman (ég og mamma sko) því þá kemst ég út um allt og get fiktað....það er æði!

hmmm..hvað get ég sagt ykkur annað? já við erum búin að kaupa okkur íbúð!! jibbý jei, það er í Dalseli þannig það er nálægt leikskólanum hans Snæsa og dagmömmunni minni, þá þurfa m+p ekki að keyra svona mikið til að sækja okkur eða fara með okkur....bara gott mál....mamma kannski setur inn myndir til að þið getið séð hvað þetta er fín íbúð....en við fáum hana samt ekki fyrr en 1.júli, þannig við getum amk. haldið upp á afmælin okkar ljónsbræðra þar...það verður spennandi....

en ég bið að heilsa í bili, er sko löngu sofnaður náttl.
góða nótt
T. Huginn

e.s. hérna er linkur á myndir af dalseli....þ.e.a.s. ef þetta virkar áfram....
http://www.habil.is/lix/adjalta?HabilPhotos=110587&sysl&habil&&&HouseId=773514

sunnudagur, mars 18, 2007

myndir






fimmtudagur, mars 01, 2007

mynd af tönnslu




Hérna sést fína tönnin mín :O) er rosalega ánægður með tönnsluna mína, brosi mínu blíðasta til að sýna hana...
anyways...bið að heilsa í bili
kv. Tómas Huginn